Heiðarvegur 13, Vestmannaeyjar
53.900.000 Kr.
Tví/Þrí/Fjórbýli
6 herb.
230,6 m2
53.900.000
Stofur
Herbergi
6
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
Byggingaár
1946
Brunabótamat
75.510.000
Fasteignamat
34.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eldey fasteignasala Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 861-8901 KYNNIR Heiðarveg 13  í Vestmannaeyjum.  Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@eldey.net  

Lýsing:

Um er að ræða einstaklega fallegt og gríðarlega mikið endurnýjað einbýlishús/tvíbýlishús á besta stað í miðbæ Vestmannaeyja.  Eignin er byggð úr steypu árið 1946, svo er byggt ofan á húsið þriðju hæðina  1967 og bílskúrinn er byggður 1963.  Eignin skiptist í tvær íbúðir með eignaskiptasamningi, en ekkert er til fyrirstöðu að selja eignina sem eina heild og öll tilboð eru skoðuð, gott verð fæst ef eignin er seld sem ein heild.  Um er að ræða efri hæð og ris, ásamt íbúð á jarðhæð sem er 65,8 fm. að stærð.  Búið er að útbúa eignaskiptasamning fyrir báðar eignirnar.  Eigendur vilja helst selja alla eignina saman, sem gefur mun meiri möguleika fyrir kaupendur að hafa tekjur af eigninni og hafa full umráð yfir húsinu.  Umfangsmiklar endurbætur hafa átt sér stað af fagmönnum á eigninni á undanförnum árum og því vandað vel til verka.  Búið er að skipta um þakið á bílskúrnum og miðhæðinni með alusink, ál er á efstu hæðinni er í góðu standi, búið er að skipta um alla glugga í húsinu og er hljóðeinangrandi K-gler í öllu húsinu, nýir sólbekkir, álbretti að utanverðu, nýlegur þakkassi á stórum hluta hússins,nýleg svalahurð og bakdyrahurð úr plasti, þá er búið að byggja sólskála/setustofu yfir svalirnar sem er 11,6 fm. með hita í gólfi, kamínu og stórum gluggum, búið er að setja nýtt þvottahús með innréttingu og rúmgóðum skápum, nýtískulegt eldhús með hita í gólfi, innréttingu frá HTH úr svartbæsaðri eik með góðu skápaplássi, eyju, kvartzsteinn á borðum, endurnýjaðar vatns- og raflagnir sömuleiðis í eldhúsi, endurnýja annað baðherbergið, hiti í gólfum og flísar í hólf og gólf, endurnýjaðar vatns- og raflagnir þar líka.  Steypa tvær stéttar uppá nýtt, stimpla innkeyrsluna og að ógleymdu að taka inn ljósleiðara, en eignin er ein af fáum sem státa af jafn góðri nettengingu.  Þá er búið að skipta út flestum raflögnum og komin er ný tafla fyrir hvora íbúð.  Garðurinn er svo mikil viðbót við eignina, sólríkur, skjólsæll og trjáríkur.  Þá er eignin einkar vel staðsett fyrir þá sem vilja vera nálægt miðbænum en engu að síður á góðum stað í rólegheitunum, þar sem að garðurinn er í miklu næði.  Eignin er 230,6 fm að stærð og skiptist þannig: 2. hæðin er 100,2 fm. 3ja hæðin er 69,2, auk 11,6 fm. setustofu/afþreps, bílskúrinn er 23,5 fm.  Stigarými er 6,5 fm. og rými á jarðhæð er 19,8 fm.  Eignin er virkilega skemmtileg og hafa endurbætur tekist afar vel til.   

Anddyri, flísar á gólfi.  Fatahengi.
Stigi uppá loft er breiður og góður.  Þykkt grátt teppi á stiga. 
Hol, parket á gólfi.  Litlar svalir til vesturs og norðurs. Hiti í parti í gólfi við útgang á svalirnar. 
Eldhús, svört glæsileg innrétting úr svartbæsaðri eik frá HTH með hvítum háglans skápum að auki, flísar og hiti í gólfi, allt endurnýjað nýlega. Steinn á borðum. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Tveir ofnar. 
Þvottahús, með sérsmíðaðri innréttingu, mikið geymslupláss.  Linoleum dúkur á gólfi. 
Góður stigi niður á jarðhæðina, innangengt í bílskúr.  Dúkur á tröppum og á jarðhæð.  Útgegnt út í garð.  Gengið inní þvottahús út úr eldhúsi. 
Stofa/borðstofa, stórar, bjartar og rúmgóðar, parket á gólfi. 
Vinnuaðstaða inn af stofu, sérsmíðaðar innréttingar.  Parket á gólfi.     
Baðherbergi 1, flísar í hólf og gólf.  Baðkar.  Snyrtiaðstaða.  Orðið barns síns tíma, en allt heillegt.  Nýtt salerni og ný blöndunartæki í baðkari.  Stór horngluggi. 
Vinnuhorn, sérsmíðaðar innréttingar og skrifborð í rýmið.  Fylgir með ef vill.   
Stigi er uppá efstu hæðina, upprunalegt handrið, svart járn.  Grátt þykkt teppi á stigum.
Sjónvarpshol/parket á gólfi.
Baðherbergi, flísar í hólf og gólf.  Innangengt í sturtu.  Nett innrétting. Spegill með ljósum. Allt nýlega endurnýjað.  Hiti í gólfi.  Nýjar vatns- og skolplagnir frá þessu baðherbergi.
Herbergi 1, hjónaherbergi.  Parket á gólfi.  Stórir góðir skápar.  
Setustofa, fyrir framan hjónaherbergi.  Frábært fjölskylduherbergi og afdrep.  Bjart, flísar og  hiti í gólfi.  Kamína.  Nýlegar vatns- og raflagnir.  Gott útsýni.   
Herbergi 2, parket á gólfi.  Skápur.
Herbergi 3, parket á gólfi. Skápur. 
Herbergi 4, frekar nett herbergi, parket á gólfi.  
Bílskúr, með rafmagni, vatni og hita.  Steypt gólf. Bílskúrshurðaopnari.
Góð innkeyrsla með stimplaðri stétt (Bominite). 
Geymsla, teppi á gólfi, góðar hillur, gluggi.  Vel hægt að nota sem herbergi.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

 
Senda fyrirspurn vegna

Heiðarvegur 13

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir
Löggiltur fasteignasali