Heiðarvegur 9, Vestmannaeyjar
Tilboð
Tví/Þrí/Fjórbýli
5 herb.
160,9 m2
Tilboð
Stofur
2
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1963
Brunabótamat
43.800.000
Fasteignamat
25.050.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eldey fasteignasala, Goðahrauni 1, Vestmannaeyjum kynna eign í tvíbýli að Heiðarvegi 9a í Vestmannaeyjum.  Eignin er 160.9 m2 að stærð. 
Allar nánari upplýsingar veitir Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 og á disa@eldey.net  

Lýsing:

Um er að ræða efri hæð  í steinsteyptu einbýlishúsi á frábærum og skjólsælum stað í hjarta bæjarins. Eignin er byggð úr steini árið 1963 og er 160.9m2, þar af gangur sem er 14,8m2 og aðalrými sem er 121,6m2, þá er bílskúrinn 24.5m2. Lóðin er 420.0m2.  Húsið var byggt árið 1963 og bílskúrinn 1971, en hann var nýlega einangraður og klæddur að innan. Í bílskúrunum er rafmagn og heittvatn. Skipt var um járn á þaki 2019 og 2020 var settur nýr þakkassi.  
Á neðri hæðinni er gengið inní anddyri, þar er lítil geymsla undir stiga.  Þaðan er gengið upp stiga á aðalhæðina. Þar er eitt herbergi sem gæti hentað afar vel sem unglingaherbergi eða skrifstofa. Frá gangi er hægt að ganga út á litlar svalir sem eru með nýrri Runnen gólfklæðningu frá Ikea.  Efri hæðin telur þrjú svefnherbergi, eitt er afar rúmgott með mjög flottu fataherbergi.  Rúmgóð og skemmtileg stofa, sem rúmar bæði stofu og borðstofu.  Þar tengist eldhúsið rýminu.  Baðherbergið er með flísalögðu gólfi, sturtu og nettri innréttingu.  Möguleiki er á að stækka baðherbergi til muna með því að sameina það geymslunni.  Bílskúrinn er með nýlegri bílskúrshurð og hurðaopnara, rúmgóður og snyrtilegur.  Þetta er eign sem býður uppá mikla möguleika, rúmgott og skemmtilegt hús sem gæti hentað afar vel sem orlofshús í hjarta bæjarins, eða sem fyrsta eign

Skiptingin er svohljóðandi: 
Anddyri: flísar á gólfi, fatahengi.
Þvottahús:  Þvottahús er rúmgott, flísar á gólfi og hillur á vegg.
Stigi uppá efrihæð: Flísalagður stigi. stór og langur gluggi. Bjart stigahús
Efri hæð: 
Hol: Rúmgott hol með parketi, þaðan er hurð inní stofu
Eldhús: ágætis innrétting með flísum á milli skápa.  Parket er á gólfum.
Stofa:  Stór og góð stofa, sem skipt er í borðstofu og stofu.  Parket á gólfum.  Stór og mjög fallegur bogadreginn gluggi sem snýr að bænum. 
Herbergi 1: Gott herbergi með parketi
Herbergi 2: Gott herbergi.  Flott fataherbergi inn af því með góðum Ikea eikar skápum með mjúklokum. Parket á gólfi
Herbergi 3: herbergi með parketi á gólfi
Snyrting: Baðherbergi með flísum á gólfi, sturta, innrétting.   
Garður:  Garður er bakvið bílskúr og er ekkert notaður.   
Staðsetning: Eignin er í hjarta bæjarins, stutt í alla þjónustu. 

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.


 
  
 
Senda fyrirspurn vegna

Heiðarvegur 9

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir
Löggiltur fasteignasali