Faxastígur 9, Vestmannaeyjar
28.500.000 Kr.
Tví/Þrí/Fjórbýli
3 herb.
95,6 m2
28.500.000
Stofur
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
Byggingaár
1951
Brunabótamat
30.500.000
Fasteignamat
21.750.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA  Faxastíg 9 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 og í disa@eldey.net

Lýsing:
Um er að ræða efri hæð og ris í eldra húsi á frábærum stað mjög nálægt miðbænum.  Skv. fasteignamati er eignin samtals 95,6 m2, þar af er bílskúr 22,1m2.  Húsið er steypt og klætt að utan með eldri klæðningu.  Það var byggt árið 1951, bílskúrinn er úr timbri og byggður árið 1970.  Lóðarstærð  345,9m2.  Þakið er úr áli og virðist líta ágætlega út miðað við sjónskoðun, en ekki er vitað um aldur á því.  Þakkassi er nýlegur og klæðning er heil að mestu, þó hún sé gömul og hafi látið á sjá á stöku stað.  Þetta er hús sem býður uppá frábæra möguleika fyrir handlagna.  Húsið er mjög rúmgott miðað við stærð og gott skipulag á því.  Hluti eignarinnar er undir súð og er eignin því í raun stærri en stærðartölur upplýsa. Húsið ber fyrri eigendum sínum vitni með sínum sixties blæ á eldhúsi og einnig á flísalögn á baðherbergi sem dæmi má nefna og er margt fallegt í þessu húsi sem vel er hægt að halda í.  Allir gluggar þarfnast endurnýjunar.  Innihurðar eru lakkaðar hvítar. 

1.Hæð:
Anddyri/gangur með flísar á gólfi.  
Baðherbergi með eldri mósaík flísum í hólf og gólf.  Baðkari og nýlegum vaskaskáp.       
Stofa með parketi á gólfi. Hægt að stækka stofu, en hún var stúkuð af til að mynda herbergi.  Ekki er hurð á því herbergi. 
Eldhús með hvítri innréttingu, sem var filmuð.  Innréttingin er upprunaleg sixties innrétting, ágætlega vel með farin og flísar á milli efri og neðri skápa.  Korkdúkur á gólfi.  Ný vifta, nýleg eldavél.
Úr eldhúsi er stigi upp á 2.hæð, stiginn er teppalagður. 
Svefnherbergi (1)  með plastparketi á gólfi.  Skápar.  
Herbergi (2), með parketi á gólfi.  
Ris: er með plastparketi á gólfi. Búið er að stúka af svefnkrók og rúmgott sjónvarpshol.  Þá er einnig rúmgóð geymsla undir súðinni. 
Bílskúr.  Ágætis stærð af bílskúr, með rafmagni og vatni.  Hann er ekki einangraður.  Tengi fyrir þvottavél og þurrkara er í skúrnum. Einnig er möguleiki að útbúa þvottaaðstöðu í risinu. Þak á bílskúr er farið að láta á sjá. 
Lóð: er stór, gróin og skjólsæl, snýr í hásuður og er því sólrík.  Þó nokkur trjágróður. 

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
 




Senda fyrirspurn vegna

Faxastígur 9

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir
Löggiltur fasteignasali