Kirkjuvegur 66, Vestmannaeyjar
44.500.000 Kr.
Tví/Þrí/Fjórbýli
4 herb.
109,7 m2
44.500.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
2013
Brunabótamat
47.000.000
Fasteignamat
33.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eldey fasteignasala Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 861-8901 KYNNIR Kirkjuveg 66  í Vestmannaeyjum.  Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@eldey.net

Lýsing:  Ekki margar svona íbúðir hafa komið á sölu, mjög smart, nýleg, einkar vel skipulögð á afar góðum stað í Vestmannaeyjum.   

Hér er um að ræða eign sem byggð var að mikilli nákvæmni og ást skv. eigendum.  En um er að ræða afar bjarta, mjög fallega og vel skipulagða íbúð á mjög góðum stað, örstutt frá miðbænum í Vestmannaeyjum.  Eignin var byggð árið 2013 og kláraðist 2014.  Hún er byggð úr forsteyptum steypueiningum og er 109,7 fm. með 12.2 fm. svölum að auki.  Þá er háaloft yfir allri íbúðinni sem notað er sem geymsla í dag.  Eignin telur þrjú góð svefnherbergi, mjög rúmgott baðherbergi með baðkari og sturtu, ásamt aflokaðri aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.  Mjög bjart og rúmgott alrými sem rúmar stofu, borðstofu og eldhús.  Þá er garður sameiginlegur, en búið er að stimpla meirihlutann af honum með mynstursteypu, en einnig er smá grasbali og niðurgrafið trampólín í garðinum.  Stórar svalir eru í suður og er hægt að ganga út úr stofu og svefnherbergi út á þær.  Vandað var til verka við byggingu eignarinnar og reynt að hugsa fyrir flestu.  Ytra byrði hússins er viðhaldsfrí steinklæðning sem er járnbundin og er um að ræða 7 cm. veðurkápu utan um allt húsið.  Eitt bílastæði fylgir eigninni.  Gluggar eru úr timbri og tvöfalt hljóðdempandi gler í öllum gluggum.  Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og er gólfhiti í allri íbúðinni.  Eins flísar eru á allri íbúðinni, 60x60 og epoxy fúga, sem litast ekki né breytist með árunum.  Innbyggð ljós eru nánast í allri íbúðinni.  Mjög lítið þarf að kynda þar sem húsið er mjög vel einangrað.  Mjög mikið skápapláss er í íbúðinni og er hún einstaklega björt og falleg. 

Anddyri, flísar á gólfi.  Sérsmíðaðir stórir fataskápar. 
Eldhús, mjög rúmgóð innrétting með miklu skápaplássi.  Öll tæki frá AEG, ofn með sjálfhreinsibúnaði og kjöthitamæli.  Rúmgóð eyja milli stofu og eldhúss.  Flísar á gólfi.  Gott útsýni.         
Stofa/sjónvarpsstofa/borðstofa.  Flísar á gólfi.  Svalahurð úr stofu út á svalir.  Sérsmíðaður 3,60 m. skenkur í stofu.  
Baðherbergi, flísar á gólfi. Baðkar og sturta, innbyggð blöndunartæki.  Mjög stórir speglar.  Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.  Rennihurð milli sturtu og þvottahúss.  Rafknúinn gluggi. 

Herbergi 1, hjónaherbergi.  Flísar á gólfi.  Stórir sérsmíðaðir fataskápar.  Sérsmíðaður skenkur og náttborð í stíl.  Svalahurð úr stofu út á svalir. 
Herbergi 2, flísar á gólfi.  Sérsmíðaðir skápar.

Herbergi 3, flísar á gólfi.  Sérsmíðaður skápur.    
Geymsla, er yfir hæðinni.   Gólfið þar er flotað. 

Útigeymsla, sameiginleg geymsla er undir stiganum.   
Útitengill er á húsinu að sunnaverðu og lítið mál að setja tengil fyrir rafmagnshleðslustöð.  Öll lýsing er á sólúri.  

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

 
Senda fyrirspurn vegna

Kirkjuvegur 66

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir
Löggiltur fasteignasali