Áshamar 75, Vestmannaeyjar
26.000.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
100 m2
26.000.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1976
Brunabótamat
33.950.000
Fasteignamat
22.500.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eldey fasteignasala, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Áshamar 75, 1F. í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@eldey.net 
 
Lýsing:

Um er að ræða mjög fína, bjarta og stóra endaíbúð á fyrstu hæð, vestast í Áshamri 75.  Frábært útsýni er til norðurs yfir Dalinn og Smáeyjarnar fyrir framan íbúðina.  Eignin er byggð úr steypu árið 1976 og er 100m2, þar af er 7,4 m2 geymsla í kjallara og hlutdeild í sameign en sjálf íbúðin er því 92,6 m2.  Lóðarstærð er 3694,4m2.  Búið er að klæða nánast alla blokkina að utan og búið að byggja yfir svalirnar sem snúa í suður á íbúðunum.  Sameiginlegur garður er að sunnanverðu og bílastæði að norðanverðu.  Í íbúðinni eru þrjú góð svefnherbergi, tvö af þeim eru með skápum.  Búið er að skipta um eldhús og er það snyrtilegt, hvítt matt.  Nýlegt plastparket eru á allri íbúðinni, nema á baðherbergi, en þar er dúkur.  Skipt var um járn á stóra þakinu fyrir einhverjum árum.  Laga þarf steypuskemmdir í stigagangi sem og litla þakið yfir sameigninni.  Íbúðin er frábærlega staðsett varðandi golfvöllinn, íþróttahúsið, Dalinn og Hamarsskólann. Þá er mikill kostur hversu lítið ónæði er í þessari íbúð, þar sem hún er endaíbúð á fyrstu hæð.  Mjög stutt eru í bílastæði.  Leyfi er til að byggja bílskúra á bílastæði. 
  
Anddyri/gangur með plastparketi á gólfi.  Fatahengi og skápur í anddyri. 
Baðherbergi/þvottahús, eldra baðherbergi sem þarfnast lagfæringar.  Dúkur á gólfi.  Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.        
Eldhús er með plastparketi á gólfi.  Útsýni yfir smáeyjarnar úr eldhúsglugga.  Fín mött hvít innrétting.  Ágætis tæki.  Plastparket á gólfi.            
Stofa með plastparketi á gólfi.  Gluggar til suðurs.  Mjög auðvelt að gera pall út frá stofunni.  
Herbergi (1) með plastparketi á gólfi.  Rúmgott.  Stórir skápar.     
Herbergi (2) með plastparketi á gólfi.  Góður skápur. 
Herbergi (3) með plastparketi á gólfi. 
Þvottahús: inn á baðherbergi.     
Lóð: sameiginleg lóð er við blokkina að sunnanverðu og að norðanverðu er aðkeyrsla að blokkinni sem og bílastæði.    
Geymsla:  Nett geymsla er í kjallara.  Þá er stór sameiginleg geymsla í sameign í kjallara.           
 
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk.  sbr. kauptilboð. 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
 
Senda fyrirspurn vegna

Áshamar 75

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir
Löggiltur fasteignasali