Ásavegur 10, Vestmannaeyjar
41.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
233,2 m2
41.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1971
Brunabótamat
64.350.000
Fasteignamat
43.800.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eldey fasteignasala, Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Ásaveg 10  í Vestmannaeyjum.  Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@eldey.net 

Lýsing:

Um er að ræða rúmgott og fjölskylduvænt hús við afar skemmtilega og skjólsæla einstefnugötu í Vestmanneyjum.  Um er að ræða eign á þremur hæðum sem var byggð 1971 úr steypu.  Eignin skiptist í miðhæð sem er 90,6 fm., efri hæð sem er 58,9fm. bílskúr sem er 29,4fm. og neðri hæð sem er 54,3fm.  Skipt var um utanhússklæðninguna sem er úr áli fyrir 2 árum.  einungis er eftir að klæða hornin og fylgir það efni með, þá var skipt um járn á þaki fyrir 5 árum,  byggður góður sólpallur í suður en annar eldri er undir þeim sólpalli sem þarfnast endurnýjunar, garðurinn er skjólsæll og mikið um gróður, þá er búið að útbúa stóra og góða innkeyrslu við eignina, búið er að smíða glugga á efstu hæðina og munu þeir fylgja með.  Eins fylgir með nýtt harðparket á efri hæð. Skipt var um eldhús líklega í kringum 2005 skv. eigendum, og eins eru miklir möguleikar á jarðhæð til útleigu á herbergi eða íbúð, þar sem að þar er gott herbergi, sturta og auðvelt að koma fyrir eldhúsi.  Ljósmyndir eru frá eiganda og er leigjandi í eigninni, því nauðsynlegt að skoða eignina, eign sem býður uppá mikla möguleika. 


Anddyri, flísar á gólfi.  Fatahengi.  Frönsk millihurð.
Eldhús, ágæt eikarinnrétting.  Harðparket á gólfi.  Flísar á milli skápa.  Kappalýsing.  
Stofa/sjónvarpsstofa/borðstofa.  Harðparket á gólfi.  Rúmgóð og björt stofa.       
Baðherbergi 1, dúkur á gólfi.  Fibo trespo flísar á veggjum.  Hornbaðkar.  Nett innrétting.  Komið er að lagfæringu á baðherbergi.   
Herbergi/geymsla, notað sem skrifstofa í dag, harðparket á gólfi.   
Upp á efri hæð er timburstigi.  

Gólfefni á efri hæð eru orðin léleg, nýtt harðparket fylgir með á alla hæðina.  Gluggar eru orðnir lélegir og fylgja nýir gluggar á alla hæðina.
Herbergi 1, hjónaherbergi.  Plastparket á gólfi.  Stórir skápar.   
Herbergi 2, tarket á gólfi. 
Herbergi 3, tarket á gólfi. 
Salerni 2, salerni og vaskur.  Tarket á gólfi. 

Geymsla inn af eldhúsi, góðar hillur.
Timburstigi niður á jarðhæð.
Eins er hægt að ganga inn að utan, sér inngangur.
Anddyri, flísar á gólfi.
Þvottahús, rúmgott, stór sturta. Stórt rými með glugga að auki, hægt að útbúa stofu eða eldhús.
Salerni 3, nýlega standsett, flísar á veggjum og gólfi.  Nett innrétting. 
Herbergi 4, plastparket á gólfi.
Geymsla, nett geymsla, tarket á gólfi.  Gluggi.  
Bílskúr, afar rúmgóður.  Rafmagn.  Bílskúrshurðaropnari.  Heitt og kalt vatn. 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

 
Senda fyrirspurn vegna

Ásavegur 10

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir
Löggiltur fasteignasali