Álalækur 15, Selfoss
45.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
114,9 m2
45.900.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
2019
Brunabótamat
44.200.000
Fasteignamat
40.550.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Eldey fasteignasala Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 861-8901 KYNNIR Álalæk 15 á Selfossi í einkasölu.  Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@eldey.net  

Lýsing: 
Hér er um að ræða fjögurra herbergja og mjög rúmgóða íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Álalæk 15, í nýju hverfi á Selfossi, íbúðin er tveggja ára gömul.  Hún var byggð úr steypu árið 2019 og er 114,9 fm. að stærð.  Íbúðin er einkar björt, með yfirbyggðum suðursvölum með svalalokun sem sett var á svalirnar árið 2020 af fyrirtækinu Ál og gler.  Við það eykst notagildi þess rýmis umtalsvert yfir árið.  Allir gluggar eru í suður sem skapar mikla birtu inní íbúðinni.  Eignin samanstendur af forstofu með skáp, harðparket er á allri eigninni nema votrýmum.  Þvottahús er flísalagt með skolvaski, svefnherbergin eru öll með skápum, rúmgóð og björt.  Mjög fín rúmgóð geymsla er innan íbúðar með góðum hillum, stofa og eldhús eru í opnu rými ásamt útgangi á svalir sem eru í hásuður og yfirbyggðar.  Þá er baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtu, upphengdu salerni og stórum ljósaspegli.  Íbúðin er hituð með ofnakerfi.  Sameiginleg hjólageymsla.  Eignin er öll hin snyrtilegasta sem og umhverfið.  Verið er að hefjast handa við byggingu skóla hinum megin við götuna, munu börn úr þessu hverfi því ekki þurfa að fara yfir neina götu til að komast í skólann , þar sem að undirgöng eru komin við hringtorgið til að komast inní hverfið og liggur göngustígur alveg að skólanum.  Þetta er einstaklega snyrtileg og smekkleg eign í rólegu og barnvænu hverfi sem er að byggjast upp og er mikið svo til tilbúið, flest orðið hið snyrtilegasta, sem er ákjósanlegur kostur fyrir barnafjölskyldur sem og þá sem vilja minnka við sig og komast í nánast nýtt fjölbýlishús með lyftu.  Einungis gangstétt er frá bílastæðum að húsi sem gerir alla aðkomu auðveldari.  Stutt er í alla þjónustu, afþreyingu, iðandi atvinnulífið og hindrunarlausar gönguleiðir eru að útivistarsvæðum í nærumhverfi Selfoss.  Hleðslustöðvar eru fyrir rafmagnsbíla í fjórum bílastæðum við fjölbýlishúsið.  Þetta er eign sem vert er að skoða.  


Anddyri, harðparket á gólfi.  Stór hvítur fataskápur.   
Eldhús/stofa/borðstofa eru í einu rými.  Mjög rúmgóð innrétting með fínu skápaplássi.  Whirlpool eldavél og Elica háfur yfir, þá mun innfelld uppþvottavél ásamt innfelldum ísskáp fylgja eigninni við sölu.  Harðparket á öllu gólfinu.  Svalahurð úr stofu út á yfirbyggðar suðursvalir. 

Herbergi 1, hjónaherbergi.  Harðparket á gólfi.  Stórir hvítir fataskápar. 
Herbergi 2, harðparket á gólfi.  Góðir hvítir skápar.
Herbergi 3, harðparket á gólfi.  Góðir hvítir skápar.    
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf.  Innangeng sturta.  Stór ljósaspegill.  Hvít innrétting.   
Þvottahús, flísar á gólfi.  Skolvaskur.  Rúmar bæði þvottavél og þurrkara.
Geymsla, er innan íbúðar.  Rúmgóð með fínum hillum.  Harðparket á gólfi.  

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
Senda fyrirspurn vegna

Álalækur 15

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir
Löggiltur fasteignasali