Dísa Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali, s: 861-8901/[email protected] og Eldey fasteignasala, Goðahrauni 1, Vestmannaeyjum, kynna í einkasölu:eignina
að Heiðarvegi 60, n.h.birt stærð 95.4 fm. Um er að ræða rúmgóða íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Þetta er tilvalin fyrsta eign eða ef fólk er að minnka við sig, þar sem að íbúðin er á jarðhæð. Bílastæði er beint fyrir utan íbúðina. Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og þvottaaðstöðu. Útigeymsla fylgir eigninni. Eignin er öll einangruð að utan og nýbúið að setja kvartz á hana alla. Búið er að skipta um alla glugga af fyrri eigendum. Eignin er viðhaldslétt. Búið er að drena í kringum eignina og setja drenlögn skv. fyrri eigendum. Stutt er í alla skólana, sundlaugina og bæinn. Frábærir tekjumöguleikar. Eigendur eru tilbúnir að selja íbúðina með öllum húsgögnum ef óskað er eftir.
Eignin telur: Nýleg útidyrahurð.
Anddyri með flísum. Fatahengi.
Rúmgott svefnherbergi með plastparketi á gólfi.
Snyrtilegt baðherbergi með flísum á gólfi og upp með veggjum í ,,walk in" sturtu. Neðri skápa innrétting. Hár skápur.
Ágætis stofa sem rúmar bæði borðstofuborð og sófasett. Harðparket á gólfi.
Ágætlega rúmgott eldhús, snyrtileg innrétting. Flísar á gólfi.